Hér fyrir neðan er hægt að lesa þá viðskiptaáætlun sem lögð var til grundvallar við stofnun fyrirtækisins Jónsvers ses. 1. Viðskiptahugmynd Viðskiptahugmyndin sem hér er á ferðinni varðar stofnun og uppbyggingu á vinnustað fyrir fatlaða og aðra sem eiga undir högg að sækja á vinnumarkaðnum.  Forsaga stofnunar vinnustofunnar er með þeim hætti að Jón Þorgeirsson og kona hans, Jónína Björgvinsdóttir, frá Skógum I í Vopnafirði, hafa í áraraðir rekið fyrirtæki þar sem þau hafa framleitt vindpoka, flögg, reiðtygi og  fleiri leðurvörur við góðan orðstír.  Þar eð þau hjónin eru komin nokkuð við aldur hugðust þau annað hvort selja rekstur sinn eða leggja hann niður. Þegar hugmyndin að vinnustofunni fæddist hjá Skógahjónum ákváðu þau að leggja rekstur sinn inn í hana og rekstrinum fundinn staður á Vopnafirði; vinnustofu þar sem rekið væri framleiðslufyrirtæki/verkþjálfunarstöð fyrir fatlaða og aldraða.  Þess má geta að þau hjón fóru einnig fremst í flokki á sínum tíma þegar “Sambúð”, félagsaðstaða fyrir aldraða á Vopnafirði var komið á fót á sínum tíma. Með framlagi hjónanna í Skógum varð til tækifæri til að gangsetja vinnustofu fyrir fatlaða/öryrkja/aldraða.  Eftir að hafa kannað nokkra möguleika varðandi húsnæði var ákveðið að festa kaup á um það bil 190 m2 húsnæði á neðri hæð stjórnsýsluhússins á Vopnafirði að Hamrahlíð 15.  Síðustu mánuði hefur þetta húsnæði gengið í gegnum gagngerar endurbætur með nýtt hlutverk í huga. 2. Stofnaðilar efst á síðu Stofnaðilar vinnustofunnar er Sjálfsbjargarfélagið á Vopnafirði og Félag eldri borgara á Vopnafirði og Bakkafirði, sem hafa með góðum stuðningi Vopnafjarðarhrepps, Framkvæmdasjóðs fatlaðra og Framkvæmdasjóðs aldraðra, staðið fyrir uppbyggingu vinnustofunnar.  Stefnt er að því að vinnustofan geri þjónustusamning við Svæðisskrifstofu fatlaðra á Austurlandi enda er það yfirlýst markmið Svæðisskrifstofunnar að stuðla að því að fötluðu fólki sé gefið tækifæri til að nýta starfsgetu sína eftir því sem áhugi, heilsa og úthald leyfir. 3. Varan/þjónustan efst á síðu Rekstur vinnustofunnar byggist á ýmsum vörum sem fyrirtæki Jóns Þorgeirssonar, Skógum, framleiddi áður, vindpokum  fyrir flugvelli, flöggum fyrir báta, reiðtygi,  leðurvörum auk almenns seglasaums. Þá er áframhald á framleiðslu fyrir Sjóbúðina á Akureyri. Umfang þeirra viðskipta sem þau hjón í Skógum koma með inn í reksturinn gera um 2 miljónir króna á ári.  Gerður hefur verið samningur við Össur hf. um framleiðslu á sérstökum innleggjum í skó, skópoka, auk þess sem möguleikar eru á fleiri verkefnum þaðan. Samhliða framleiðslustörfunum öðlast starfsmennirnir aukna leikni og krafta til að takast á við lífið og tilveruna en það er einmitt eitt af mikilvægustu markmiðunum starfseminnar. Fyrirhugað er að reka vinnustofuna í 7 mánuði á ári fyrst um sinn miðað við hálfs dags rekstur á dag og að 5-8 starfsmenn geti verið að störfum í einu.  Ráðinn hefur verið eftirlitsmaður/verkstjóri í ½ starf til að hafa yfirumsjón með starfsemi vinnustofunnar. Vinnustofan er komin í sérinnréttað 190 m2 verkstæði á neðri hæð stjórnsýsluhússins á Vopnafirði svo sem fyrr greinir. Segja má að kjöraðstæður hafi verið skapaðar fyrir starfsemina og taka allar innréttingar mið af henni. 4. Markaðurinn efst á síðu Þegar rætt er um markað fyrir vinnustofuna er nauðsynlegt að horfa til þess fólksfjölda sem hefur þörf fyrir vinnu af þessu tagi sem og markaði fyrir framleiðsluvörurnar.  Vinnustofan mun leysa úr brýnni þörf fyrir störf og þjónustu sem þessa á svæðinu en talið er að þeir sem komi til með að nýta þjónustuna séu á bilinu 15 til 20 manns. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi mun væntanlega nýta þjónustu vinnustofunnar og hafa þegar átt sér stað viðræður þar að lútandi.  Auk fatlaðra og annarra með skerta vinnugetu má gera ráð fyrir að einhverjir þeirra sem nú nýta sér þjónustu Sambúðar, félagsaðstöðu aldraðra, muni leita til vinnustofunnar eftir því sem tilefni gefst. Eins og áður var nefnt hefur söluverðmæti framleiðslu hjónanna í Skógum numið um tveim miljónum síðastliðin ár.  Þetta hafa verið stöðugir markaðir og ekki útlit fyrir annað en að nýr rekstraraðili muni halda fyrri viðskiptum.  Þá hafa eins og áður greinir náðst samningar við innanlandsdeild Össurar hf. um framleiðslu á sérstökum skóinnleggjum, að verðmæti 1.200.000 kr. á ári. Því liggur fyrir að samanlögð velta á ári mun nema að minnsta kosti 3.2 milljónum. Unnið er að því að leita fleiri tekjustofna og ekki ástæða til annars en bjartsýni eins og reksturinn hefur þokast af stað. 5. Staðsetning fyrirtækisins efst á síðu Þegar ákvörðun lá fyrir um uppbyggingu vinnustofu fyrir fatlaða á Vopnafirði staðnæmdumst hlutaðeigandi fljótt við neðri hæð stjórnsýsluhússins. Hér kom margt til, svo sem stærð og staðsetning í bænum. Þetta gaf sveitarfélaginu möguleika að styðja frekar við framtakið.  Þess má til gamans get að í eina tíð var rekin saumastofa í þessu húsnæði.  Í viðauka 1 er grunnmynd af aðstöðunni eftir breytingarnar.  Tilkoma vinnustofu fyrir fólk með skerta starfsorku á Vopnafirði er um margt eðlileg þróun m. t. t. málefna fatlaðra því eins og Svæðisskrifstofa Austurlands hefur sjálf sett fram: 6. Framkvæmdaáætlun /viðskiptahugmyndar  efst á síðu Framkvæmdir við uppbyggingu vinnustofunnar hófust í septembermánuði 2004 en þá hófust umfangsmiklar breytingar á húsnæðinu að Hamrahlíð 15.  Samhliða þeim endurbótum hefur verið unnið að markaðsmálum, innkaupum, flutningi og uppsetningu tækjabúnaðar fyrir vinnustofuna.  Vinnustofan stóð tilbúin í desembermánuði síðastliðnum, stafsemin er þegar hafin og er ráðgert að reksturinn verði kominn í fullt umfang í mars eða apríl 2005. 7. Rekstrarráætlun  efst á síðu Stofnkostnaður við vinnustofuna felst í kaupum á húsnæðinu, endurbótum á því auk flutningskostnaðar við að koma tækjum og tólum á sinn stað.  Ennfremur í kaupum á innanstokksmunum, endurnýjun á tækjum og nokkrum smáverkfærum.  Þessi fjárfesting hefur í grófum dráttum verið: Kaupverð húsnæðis (sbr. verðsetn. sv.fél.)         10.000.000 Standsetnig (sbr. hugmyndir hönnuðar)   9.000.000 Tækja og efniskaup                              3.000.000 Annað 500.000 Samtals                                       22.500.000 Auk þess liggur fyrir umtalsverður kostnaður við breytingar á aðgengi utandyra. Við ofangreinda útreikninga þykir hæfilegt að afskrifa fjárfestingu á 30 árum, þ. e. húsnæðið með kostnaði vegna breytinga og innréttinga. Eftirfarandi áætlun fyrir vinnustofuna er uppsett fyrir fyrsta árið en gert er ráð fyrir að vinnustofan haldi þeim viðskiptum sem Jón í Skógum hafði.  Ennfremur er gengið út frá því að munnlegir samningar við Össur hf. varðandi framleiðslu á skóinnleggjum muni halda. Tekjur: Framleiðsla, yfirtekið frá hjónunum í Skógum 2.000.000 Framleiðsla fyrir Össur, heildarviðskipti 1.200.000 Tekjur samtals 3.200.000 Kostnaður: Efnis- og orkukostnaður    566.000 Laun umsjónarmanns m. launat. gj.    672.000 Laun skjólstæðinga (5 manns, 7 mán/ári) 1.680.000 Rekstrar og stjórnunarkostnaður 500.000 Húsnæðiskostnaður (trygg, þrif o.fl)    350.000 Kostnaður alls 3.768.000 Afskriftir    733.333 Kostnaður og afskriftir 4.501.333 Rekstrarniðurstaða          -1.301.333 Við útreikningana var gert ráð fyrir að 5 skjólstæðingar verði á launaskrá auk verkstjórans.  Reiknað var með að hverjum hinna 5 væru greiddar 40.000 kr á mánuði fyrir vinnuna og reiknað með 20% í launatengd gjöld.  Samkvæmt þessari uppsetningu þurfa að nást samningar við Svæðisskrifstofu og/eða aðra að upphæð um 1,3 miljónir kr/ár til að endar nái saman og ætti slíkt að geta gengið.  Skv. viðræðum aðila í millum eru líkur á að Svæðisskrifstofan leggi vinnustofunni til upphæð er nemur a. m. k. 1 mkr/ár í formi launa einstaklings. Uppsetning á ofangreindri áætlun miðast við að það fáist styrkir fyrir u. þ. b. öllum stofnkostnaðinum, þ. e. utan framlags hjónanna frá Skógum í formi viðskipta-sambanda, tækjabúnaðar og verkþekkingar.  Sjá ennfremur undirkafla 9 um fjármögnun.  Ítrekað er að unnið verður að uppbyggingu framleiðslunnar þannig að þegar fram líða stundir muni framleiðslan standa undir rekstri vinnustofunnar. 8. Starfsmenn efst á síðu Fastráðinn starfsmaður í hálfu starfi,  mun auk verkstjórnar annast markaðsstarf. Þá má gera ráð fyrir því að sem nemur 5 starfsmönnum muni að jafnaði vinna hálfann daginn, 7 mánuði á ári. Fastur starfsmaður fyrirtækisins mun annast liðveislu við skjólstæðinga   Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra.  Á líðandi stundu er ekki hægt að segja fyrir um hversu margir geti sótt vinnustaðinn á sama tíma þar eð nokkuð ræðst af umfangi framleiðslunnar og því fólki sem þar mun vinna. Fyrir liggur að 11 úr hópi eldri borgara á Vopnafirði hafa lýst yfir áhuga á að vinna þarna.  Þess má geta að verkstjóri hefur þegar verið ráðinn er þessar línur eru teknar saman, Ólafur B. Valgeirsson að nafni, og hefur hann ásamt Jóni Þorgeirssyni unnið að fyrstu verkefnum vinnustofunnar og gengið vel. 9. Fjármögnun efst á síðu Það er dýrt að koma upp vinnustofu fyrir fatlaða þrátt fyrir að leitast hafi verið við að hafa hlutina eins ódýra og unnt er.  Hér er um 190 m2 húsnæði að ræða og nemur fjárfestingin um 22,5 milljónum króna, þ. e. 10 milljónir fyrir húseignina, 12 miljónir í formi breytinga húsnæðis, aðgengi ofl., 0,5 miljónir í annað.  Auk þessa eru töluverð verðmæti fólgin viðskiptasamböndum, tækjabúnaði og verkþekkingu hjónanna frá Skógum sem hafa lagt rekstur sinn til vinnustofunnar. Fjármögnun vinnustofunnar er enn í gangi en væntingar eru um að megnið af fjárfestingunni fáist styrkt.  Þegar hafa fengist eftirfarandi framlög: Framkvæmdasjóður aldraðra 4.800.000  (á árunum 2004-2007 samtals) Framkvæmdasjóður öryrkja 5.000.000  (á árunum 2004-2006 samtals) Þarna munu fást samtals 9,8 miljónir með tímanum.  Auk þessa eru ætlunin að sækja um styrki (aðstandendur hafa góðar væntingar vegna góðs málefnis) til: Byggðastofnun, Pokasjóður, Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, Framleiðnisjóður, Vopnafjarðarhreppur, Starfsmenntasjóður og fjárlaganefnd Alþingis. Þeir eru líklega fleiri aðilar sem styrkja munu gott og uppbyggilegt málefni - málefni er styrkir búsetu á Vopnafirði. 10. Niðurstaða efst á síðu Vinnustofa fyrir fatlaða á Vopnafirði leysir brýnan vanda er varðar mikilsverða þjálfun og endurhæfingu fatlaðs fólks á Vopnafirði og í nærsveitum.  Með tilkomu þessa hækkar þjónustustig bæjarins umtalsvert.  Reksturinn mun þar fyrir utan líklega skapa rúmlega hálft ársverk við yfirumsjón með rekstri og liðveislu. Með stofnun vinnustofunnar, Jónsvers, hefur verið tryggt að áratuga starf Jóns Þorgeirssonar og Jónínu konu hans falli ekki í glatkistuna.  Það fer vel á að verk slíkra eldhuga verði undirstaða nýs vinnustaðar sem breikkar atvinnugrunn sveitarfélagsins Vopnafjarðar og skapar minnihlutahóp ný tækifæri.  Fram undan er mikið verk en það hvílir á traustum grunni þess starfs sem þegar er unnið. Stefnan er mörkuð og búið að yfirstíga byrjunarörðugleika og eftirleikurinn því auðveldari. Það er stefna Svæðisskrifstofu Austurlands að fötluðu fólki sé gefið tækifæri til að lifa við eðlilegar aðstæður, vera þátttakendur í samfélaginu og hafa sem mest áhrif á eigið líf.  Í atvinnumálum fatlaðra er stefna Svæðisskrifstofunnar að fatlað fólk hafi tækifæri til að nýta vinnugetu sína eftir því sem áhugi, geta og úthald leyfir.  Að fólk fái tækifæri og stuðning til að taka þátt í atvinnulífinu á almennum vinnumarkaði og hefur náðst ágætis samvinna við atvinnulífið víða á Austurlandi um að skapa störf fyrir fatlað fólk.  Þeir sem ekki hafa starf á almennum vinnumarkaði fái þjónustu á vinnu- og/eða verkþjálfunarstöðum.  Eftir þessari stefnu hefur verið unnið sl. 12 ár og höfum við, í samvinnu við heimamenn, verið að byggja upp þjónustu við fatlað fólk í heimabyggð þess og veitum við þjónustu vítt og breytt um Austurland.  Fólk á fjörðunum kemur t. d. ekki til Egilsstaða í þjónustuleit heldur er þjónustan byggð upp þar.  Útfærslan er mismunandi og fer allt eftir fötlun viðkomandi og möguleikum viðkomandi byggðalags.  Þetta verkefni fellur því mjög vel að okkar stefnu og starfsháttum. Ari Hallgrímsson við störf í leðurdeildinni 2009