Made with Xara Web Designer Fréttir 17. desember 2009  Í dag afgreiddum við fyrstu pöntun á vindpokum til Keflavíkurflugvallar ohf. Þar með eru allir flugvellir á landinu komnir með vindpoka frá Jónsveri en Flugstoðir ohf., áður Flugmálastjórn, hafa notað vindpoka frá Jóni Þorgeirssyni og síðar Jónsveri í tæp 20 ár. Pokarnir fyrir Keflavíkurflugvöll ohf. eru engin smásmíði, tæplega 4 metrar á lengd og á annan meter í þvermál í víðara opinu. Í vetur er verið að gera tilraunir með vindpoka frá Jónsveri á Grænlandi og ef jákvæðar niðurstöður fást úr því opnast þar markaður fyrir talsvert magn. Útrásin er semsagt í fullu gildi á Vopnafirði. Á myndinni má sjá hvar einn pokinn blaktir í golunni meðan þota Iceland Air hefur sig til flugs í baksýn. Bíllin sem stendur við staurin gefur hugmynd um stærðarhlutföllin. (Ljósmynd: Haukur Guðmundsson, 2010)   ágúst 2009  Í júlí síðastliðnum annaðist Björgunarsveitin Vopni hálendisgæslu um tíma. Eftirlitinu var sinnt á björgunarbíl sveitarinnar, Toyota Landcruser. Meðal búnaðar á bílnum eru svokallaðar “skelbörur”, sjúkrabörur úr plasti sem eru léttar og meðfærilegar og sérhannaðar til slíkra nota. Jónsveri ses. var falið að hanna og útbúa hlífðarpoka utanum börurnar til að verja þær fyrir óhreinindum þar sem þær hvolfa á þakgrind bílsins. Einnig þurfti að gera ráð fyrir bakbretti með höfuðstoð sem jafnan er geymt í börunum. Niðurstaðan varð poki úr þykkum og þjálum PVC-dúk, sjálflýsandi orange með tveimur burðarhandföngum á hvorri hlið, lokað með 20 cm. breiðum riflás og teygju. Frágangur á opi var miðaður við að auðvelt væri að opna og loka með vetlinga á höndunum og snjór eða klaki væri ekki til trafala. Bílnum var ekið á þriðja þúsund kílómetra á misjöfnum vegum, ýmist í rykmekki eða ausandi rigningu og for og er skemmst frá að segja að pokinn reyndist mjög vel, bæði vatns- og rykþéttur. Hér er hægt að sjá myndir úr ferðinni og hér er hægt að skoða pokann nánar og kynna sér verð á honum.   (Ljósmynd: Ólafur Valgeirsson 2010) mars 2010  Jónsver hefur hannað og saumað hlífar fyrir töfluskápa og stjórnstöðvar í nýja fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Verksmiðjan er hátæknivædd og reist samkvæmt ströngustu stöðlum um mengunarvarnir. Allar stýringar fara fram yfir ljósleiðaranet. Fjölmargir tengiskápar og stjórnstöðvar eru vítt og breitt um húsnæðið og kviknaði sú hugmynd hjá verksmiðjustjóranum að útbúa  hlífar yfir skápana til að verja þá fyrir óhreinindum og vatni þegar verið er að þrífa. Jónsver saumaði samskonar hlífar yfir stjórnstöðvar fyrir pökkunar- og vigtarlínu í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Hafa þær reynst mjög vel. Hlífarnar eru úr 4oz. húðuðum nælondúk sem er vatnsþéttur og hrindir frá sér óhreinindum. Dúkurinn er mjög léttur og lipur í allri mehöndlun. Hlífarnar eru festar með álkrækjum sem eru saumaðar beint í að ofan en með teygju að neðan. Eins og sjá má á myndinni eru ýmsir möguleikar á útfærslum. Hér er settur plastgluggi til að hægt sé að komast að stjórnborði án þess að taka hlýfina af auk þess sem hnappur fyrir neyðarsstopp er sýnilegur og aðgengilegur þó hlífin sé yfir skápnum. Hér er hægt að skoða fleiri myndir af hlífunum og frágangi. (Ljósmynd: Ólafur Valgeirsson, 2010)